Ofbeldi sem karlar verða fyrir í Svíþjóð
Ofbeldi sem karlar verða fyrir í Svíþjóð og umræðan þar
Í Svíþjóð hefur femínistinn náð hvað hæstum hæðum, þó ekki eins hátt og á Íslandi. Þar er lítil umræða um ofbeldi sem konur beita karlmenn og nánast ekkert farið í að greina mismunandi greinar þess eins og kynferðisofbeldi kvenna og konur sem pedófíla.
Sársaukafull reynsla karlmanna
Nú allra síðustu ár hafa komið viðtöl við karlmenn sem hafa búið við heimilisofbeldi. Í Aftenbladet 15. okt 2021 birtist viðtal við unga menn, einn hafði verið í hernum og stundað líkamsrækt. Einn hafði verið í stríðsátökum og orðið fyrir áfallaröskun en það var ekkert miðað við það sem hann upplifði í hjónabandinu. Þetta byrjar með andlegu ofbeldi og svo líkamlegu ofbeldi. Eftir að hún hafði slegið mig þegar ég hélt á barninu, þá hringdi ég í 112 og þeir komu og stungu upp á því að barnið yrði skilið eftir hjá henni og hann færi með þeim. Þá hætti ég að hringja í 112. Andlegt ofbeldi var þó verst.
Í Expressen birtist 4. maí 2021 er frásögn manns sem var meðhöndlaður af konu sinni eins og boxpúði, nema það eru ekki notuð prik og rafmagnssnúrur á boxpúða. Þau kynntust á stefnumótaforriti, hún flutti fljótlega inn til hans og gekk eftir því að þau giftust, og þá byrjaði þetta. Þegar þau eignuðust barn versnaði ofbeldið mjög mikið, en hann sem karlmaður gat ekki borið hönd fyrir höfuð sér og barið konu. Þegar hann mætti í vinnuna eftir eitt nýárið tóku vinnufélagarnir við honum og keyrðu hann á bráðamóttökuna og þá tók lögreglan við og hún var dæmd til bæði sektar og fangelsis.
Það eru margar sögur til um eiginmenn sem sitja iðulega undir andlegu ofbeldi, en ef þeir láta hendur standa fram úr ermum, þá eru þeir kærðir og aldrei farið ofan í ofbeldið sem þeir urðu fyrir á undan, þótt þeir hafi setið undir miklu meira ofbeldi í áraraðir, þetta er eins um víða veröld eins og á Íslandi.
Blaðaumræða um að ofbeldi sé ekki kynjaskipt.
Umræðan um ofbeldi kvenna hefur á síðustu áratugum verið örlítið að koma upp yfirborðið, en það er reynt að þagga hana niður eins og hægt er. T. d. birtist í sænska blaðinu Expressen þann 2. mars. 2017 greinin Kvinnorna slår sina män oftare än vad vi tror Þar segir að (í Svíþjóð) Að meðaltali eru meira en fimm tilvik um líkamsárásir á karlmenn í nánu sambandi tilkynnt á hverjum degi í Svíþjóð og má reikna með að það sé stórlega vanmetið því Svíar hafa verið mjög duglegir að þagga þessa umræðu niður eins og á Íslandi.
Siðblindar konur
Eitthvað hefur verið ritað og rætt um siðblindar konur en það gildir um þær eins og aðra siðblinda að ofbeldi einkennir þær eins og aðra siðblinda.
2016 kom út bókin Kvinnliga Psykopater – mästare i manipulation på arbetsplatsen Þar er nokkuð fjallað um hvað siðblindar konur fara leynt og tekst að fela ofbeldishegðun sína en beita bæði baktali og kynlífi til að koma sér áfram og koma öðrum frá. Höfundur bókarinnar kom í viðtal hjá Aftonbladet í september 2016. Viðtalið virðist hafa farið eitthvað fyrir hjartað á einhverjum og var það fjarlægt eins og svo margar greinar um þessi málefni.
Geðröskun sem kallað er siðblinda (í víðustu merkingu þessa orðs er þetta um persónuleikaröskun B og er það sem heitir á ensku psychopathic, sociopathic og narcissistic). Eitt sameiginlegt aðaleinkenni þessara geðraskana er mikið ofbeldi. Í upphafi þegar eingöngu var einblínt á líkamlegt ofbeldi sem leiddi til fangelsisvistar var talið að bara karlmenn hefðu þessar geðraskanir og sálfræðiprófið sem notað var við greininguna (Hare test) miðaði við líkamlegt ofbeldi. Yfirlæknir geðdeildar Landspítalans skrifaði í grein í mars 2020 sem sagði að siðblindir væru 3 sinnum líklegri til að vera í yfirmannsstöðum en í samfélaginu almennt. Siðblindir karlar kema aðallega fram í líkamlegu ofbeldi og lenda því oftast í fangelsi. Siðblindar konur eiga því vísari leið upp metorðastiga fyrirtækja.
Hér er bók sem fjallar um það hvað siðblindar konur eru hættulegar á vinnustöðum Kvinnliga Psykopater – mästare i manipulation på arbetsplatsen Aftenposten fjallaði um þetta árið 2016 með viðtali við höfundinn, en af einhverjum ástæðum er búið að fjarlægja greinina eins og svo margar sambærilegar um ofbeldi kvenna.
Sænsk rannsókn um kynjaskiptingu heimilisofbeldis
Nú er það þekkt að öllum getur orðið á, og það varð einum vísindamanni Gautaborgarháskóla það á að skoða kynjaskiptingu ofbeldis árið 2013. Þar voru gerðar tvær rannsóknir með samtals 1 400 manns og niðurstaðan var að konurnar urðu fyrir heimilisofbeldi af hálfu maka í 8% tilfella en karlarnir í 8% og í 11% tilfella. Það er rétt að geta þess að hér er eingöngu verið að tala um líkamlegt ofbeldi. Sannleikurinn var svo sár að mjög var ráðist á rannsakandann og hann sendi svt (Sveriges television) nánari skýringar og segir að niðurstöðurnar hafi verið mistúlkaðar og niðurstaðan muni draga úr því langa og vandasömu vinnu við að draga úr ofbeldi karla á konum, og gæti dregið úr fjárstuðningi við það, en það er búið að fjarlægja alla þessa umræðu.
Þótt Svíar hafi ekki gert mikið að því að rannsaka kynjaskiptingu ofbeldis, þá hafa komið um það greinar sem ekki hafa verið fjarlægðar.
Eftir því sem það er að verða þekkt að ofbeldi sé ekki kynjaskipt þá hefur athyglinni verið meira beint á kynferðislegt ofbeldi í trausti þess að þar séu konur eingöngu þolendur og karlmenn gerendur vegna hormónastarfsemi. En þegar betur er að gáð, þá beita konur líka kynferðislegu ofbeldi í Svíþjóð eins og annars staðar, en eins og með öll þessi mál, þá virðist lítill áhugi vera á því að rannsaka þetta af hlutlausum aðilum. Allt fler män våldtas – forskare granskar