GreinarInnlendar greinarOfbeldi sem karlar verða fyrir

Ofbeldi gegn körlum i Danmörku

Frétt í dönsku dagblaði

Ofbeldi gegn körlum i DanmörkuRapport: Kvinder er oftere voldelige mod deres partner end omvendt (Jyllands-posten) (17 jan 2018):

„Indbyrdes vold, hvor både kvinden og manden udøver vold, er den mest udbredte voldsform i parforhold. Men faktisk tyder det på, at kvinder er oftere er voldelige mod mændene end omvendt.
Det viser en ny rapport fra organisationen Dialog mod Vold og Syddansk Universitet, skriver Udenrigsministeriet i en pressemeddelelse.

Ofbeldi gegn körlum i DanmörkuRapporten slår dog fast, at mænd påfører kvinder størst fysisk og psykisk skade ved udøvelsen af vold.“

„Unge kvinders fysiske aggressioner i form af lussinger og spark er mere accepteret blandt befolkningen, da det sjældent anses som vold på samme niveau, som når mænd slår, konkluderer rapporten.“

Hér er svo rannsókn frá Syddansk Universitet SDU

Partnervold mod mænd i Danmark síðan í des 2012 (skjalið er pdf skjal sem þarf að hlaða niður) en hægt er að sjá skjalið í gegnum Google sem html skjal.

Danska dómsmálaráðuneytinu tekur líka á þessu máli.

Almenn úttekt á ofbeldi í Danmörku. Ofbeldi gegn körlum i Danmörku sem þarf að hlaða niður en hægt er að nálgast hana í gegnum Google sem html.

Í viðaukatöflu (Bilagstabel bls. 159) 5,6 Þar kemur fram að karlmenn eru almennt miklu frekar fórnarlömb ofbeldis. Hér eru tekin 2 síðustu árin í töflunni, en öll árin eru sambærileg.

Ofbeldi gegn körlum i Danmörku

Ofbeldi kvenna er ekkert bundið við fullorðna.

Ofbeldi gegn körlum i DanmörkuOfbeldi má segja að sé skortur á reiðistjórnun. Því þarf það ekki að koma á óvart að mæður beita börn sín ekkert minna ofbeldi en feður, þótt fjölmiðlar og kvennasamtök reyni að stimpla þetta ofbeldi algjörlega á feður.
Danska ríkissjónvarpið fjallaði örlítið um þetta 10. okt 2017 en vísað er í skýrslu danska Barnaheilla (Red Barnet) en skjalið er pdf skjal sem þarf að hlaða niður.
Þessar niðurstöður eru í samræmi við rannsóknir í Noregi.

Kynferðisofbeldi kynjanna

Nú í seinni tíð þegar það er alltaf að verða fleirum ljóst að ofbeldi er ekki kynbundið, þá er forðast að taka upp hlutlausa og málefnalega umræðu um ofbeldi og eðli þess, heldur er áherslunum beint að kynferðislegum ofbeldi. Allir sem hafa lært líffræðina sína eða verið í sveit vita að þarna hafa karlmenn akkelisarhæl. Þegar karlmenn verða kynþroska þá vex í þeim karlkynshormónið testosteron. Testosteron breytir hegðun karlmanna, þeir verða kappsamari, úthaldsamari og ná yfirleitt lengra í íþróttum sem reynir á þessa eiginleika. Hormónið veldur líka því að kynhvötin eykst og árásargirni þeirra vex og það þekkja allir sem hafa verið í sveit. Kynhvöt er þó ekki bundin við Testosteron þótt hún sé sterk afl í henni en kynhvöt byrjar almennt á unglinsárum. Þegar fólk virðir ekki mörk annarra í sínum kynhvötum þá er það kynferðislegt ofbeldi. Það þarf því ekki að koma á óvart að konur beita líka kynferðislegu ofbeldi og nauðga, þótt fjölmiðlar á Íslandi vilja ekki fjalla um það. Eins og svo mörgu sem kemur að samskiptum kynjanna þá eru danir miklu framar íslendingum í þessu. Þarna er Syddansk Universitet, SDU framarlega í þessum rannsóknum og þeir birtu skýrslu 2011 sem hét Kvinder står bag mange seksuelle overgreb og þetta er á þeim tíma þegar umræðan var algjört tabú eins og hún er enn á Íslandi.

Kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum

Ofbeldi gegn körlum i DanmörkuEins og hefur komið fram, þá beita konur jafn miklu ef ekki meira ofbeldi en karlar, og þær beita líka kynferðislegu ofbeldi. Því þarf það ekki að koma á óvart að konur og mæður beiti börn sín líka kynferðislegu ofbeldi. Þegar forræðisdeilur verða hatrammar þá er það mjög algengt að ásaka feður um bæði ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sínum. Almenningur virðist trúa þessu því umræða fjölmiðla er svo röng.

Karlaathvarf

Eins og sjá má hér að ofan þá eru Danir áratugum á undan Íslendingum í þessari umræðu og aðgerðum um þessi mál. Því hafa þeir opnað stofnun til að leiðbeina körlum sem verða fyrir heimilisofbeldi, sambærilegt og Bjarkahlíð. Þótt Bjarkahlíð sé auglýst sem þverfaglegt fyrir bæði kynin þá starfa þar eingöngu konur og leiðbeiningarnar verða því alltaf á þeirra forsendum.

Ofbeldi gegn körlum i DanmörkuÍ Danmörku heitir stofnunin Mandecentret sem fjalla um heimilisofbeldi Þar er sérstaklega tekið á ofbeldi gegn mönnum (MÆND UDSAT FOR VOLD), og mætti kalla það Mannamót. Það býður ekki upp á búsetuúrræði en er á 7 stöðum í Danmörku, en í Danmörku er líka fjöldi karlaathvarfa, (17 samkv listanum) sem vinnur í nánu sambandi við Mandecentret.

Mandecentret gaf í maí 2020 út heftið Under Radaren-vold mod mænd i nære relationer. Þetta er pdf skjal sem þarf að hlaða niður frá síðu athvarfsins (Leve uden vold). Danska sálfræðifélagið hefur fjallað um skjalið og ættu allir að lesa það.

Ofbeldi gegn körlum i DanmörkuÞað er nokkuð sérstakt að nafnið á heftinu er Under Radaren en það kemur fyrir í greinum sem núna upp á síðkastið hafa verið skrifaðar um siðblindu kvenna. Sjá greinina Women can be psychopaths too, in ways more subtle but just as dangerous Þar kemur fyrir í texta og undir mynd: „ .. women could be behavioural differences that cause them to slip under society’s radar

Eins og sjá má hér að ofan þá hafa konur ekkert einkaleyfi til að vera fórnarlömb heimilisofbeldis og það er full þörf að hafa aðstoð fyrir feður bæði til ráðgjafar og líka til að leita til með börn sín.

Ofbeldi gegn körlum í Noregi

Ofbeldi sem karlar verða fyrir í Svíþjóð