Er þögnin Gulls ígildi?
Ef jörðin undir Drífu Snædal er flöt þá er hún mjög skökk
Föstudaginn 6. okt. 2023 var viðtal við Drífu Snædal talskonu Stígamóta vegna viðtals morgunútvarpsins við nemanda Háskólans á Akureyri um Masterverkefni hennar við heilbrigðisvísindadeild HA, um reynslu karla af ofbeldi af hálfu kvenna. Þar kom fram að ofbeldi kvenna væri líklega miklu algengara en haldið væri og það væri jafnvel ekki kynjaskipt, en verkefnið var ekki úttekt á því, heldur eigindleg rannsókn þar sem hún ræddi við fjölda þolenda. Nú vitum við ekki betur en að nemandinn hafi skoðað erlendar rannsóknir því okkur vitanlega hefur engin rannsókn um kynjaskiptingu ofbeldis verið gerð á Íslandi og virðist ekki mega rannsaka það. Drífa ræðst á þennan nemanda og jafnar þessu við að sumir haldi að jörðin sé flöt og vitnar í tölfræði lögreglunnar um útköll lögreglu, og samkvæmt Drífu eru um 80% gerenda karlar og í nauðgunarmálum miklu hærra, skýrslur landlæknis um ofbeldi í 10. bekk og þetta kemur fram hjá Stígamótum segja sömu sögu. Drífa segir að fólk haldi að ef við náum árangri í jafnrétti þá náist það líka um þennan málaflokk og að karlar beiti minna ofbeldi. Drífa vitnar í reynslu, þeirra sem koma til Stígamóta og Bjarkarhlíðar þar sem sama tölfræðin er lögð til grundvallar. Þegar Drífa var spurð um það að karlþolendur leiti sér síður aðstoðar, þá svaraði Drífa því að það gerðist líka um konur og lagði þetta að jöfnu. Drífa nefnir það að þegar hún var hjá starfsgreinasambandinu þá hafi verið gerð könnun á kynferðislegri áreitni á veitingastöðum og það kom Drífu á óvart að fjórðungur karla hafði orðið fyrir þessari áreitni svo það þurfti að búa til nýja spurningu til að fá hagstæðara svarhlutfall og það var „hversu mikil eða lítil áhrif hafði þetta á öryggistilfinningu þína“ Niðurstaðan var að það hafði engin áhrif á öryggistilfinningu karla en mjög mikla á konur. Drífa gerir mikið úr þessu en það er ekkert farið ofan í það hvort konum sem unnu á skemmtistöðum þar sem það er mjög mikið af fólki og dyravörðum, hvers vegna þeim ætti að stafa ógn af þessu. Það hvarflaði ekki að Drífu að spyrja líka hvort viðkomandi starfsmaður reiknaði með að geta leitað sér aðstoða vegna þessa kynferðislega ofbeldis, því þá hefðu svörin orðið öfug.
Þögn og þöggun samtaka kvenna og fjölmiðla
Fjölmiðlar tala yfirleitt ekkert um ofbeldi sem konur beita, það gengur jafnvel svo langt að eftir að hafa velt sér upp úr ofbeldi sem konur verða fyrir af hendi karla og svo þegar það kemur í ljós að það var konan sem beitti ofbeldinu þá þagna fjölmiðlar eins og þeir hafi dottið ofan í dauða gröf. Ef það eru skóladrengir sem eru að slást eða beita ofbeldi þá telja fjölmiðlar ekki eftir sér að tala um pilta, drengi og stráka, en ef það eru stúlkur, þá er talað um unglinga og skólanemendur. Það hafa t. d. ekki verið mikil umræða um að að fjórar stúlkur hafi verið örkumlaðar af öðrum stúlkum á síðustu árum og einelti stúlkna sé mjög algengt í skólakerfinu, en Drífa segir ekkert um hvenær stúlkurnar hætta þessu ofbeldi og verða bara þolendur ofbeldis.
Helstu dæmi um þöggun femínískra samtaka
Þöggun á staðreyndum er algild Í því má benda á að konan sem stofnaði fyrsta nútíma kvennaathvarfið í Bretlandi árið 1971, Erin Pizzey, athugaði bakgrunn kvennanna sem þar komu og komst að því að af 100 konum þá höfðu 62 verið að berja menn sína jafnmikið eða meira en þeir. Þegar hún sagði frá þessu var ráðist á hana af mikilli grimmd og heift. Í The Irish Times birtist fyrir næstum 30 árum síðan þessi frétt: Feminists accused of suppressing truth about battered husbands Ms Erin Pizzey has accused the feminist movement of hijacking the issue of domestic violence during the past 30 years and of … Hún var tekin algjörlega niður fyrir að segja frá þessu ofbeldi kvenna, femínistar sáu til þess að hætt var við erindi sem hún átti að halda á Ástralíu eftir að hún sagði frá því á Nýja Sjálandi að konur beittu líka ofbeldi, hundurinn hennar var skotinn og hún flæmd úr landi. Þessi þöggun er búin að standa yfir í næstum 60 ár og það er enginn endir á henni.
Það er mjög stór og fræg rannsókn sem verið er að gera í háskólanum Dunedin á Nýja Sjálandi og kallast Dunedin Study. Það voru gerðir 4 þættir um þessa rannsókn og þeir voru sýndir á RÚV vorið 2018. Þáttur nr. 2 fjallaði um ofbeldi og þar eru 4 mín. sem fjalla um kynjaskiptingu þess og hvernig femínistar þögguðu sannleikann niður og hvernig þær beita börnin ofbeldi. Lesa má um rannsóknina á Science hér
Eitthvað hefur verið skrifað gegn upplýsingum um ofbeldi kvenna, sem er gagnlegt, því það þarf að vera opin umræða um allt ofbeldi, en því miður er algengast að það sé með útúrsnúningi eins og hjá Drífu í nefndu útvarpsviðtali, en algengast er að allar fréttir og upplýsingar af ofbeldi sem konur beita karla séu algjörlega þaggaðar niður.
Það sem verra er, er að það er það hefur verið ráðist á þá sem hafa sagt frá þessu með slúðri, ásökunum og uppsögnum, samanber bæði lektor við háskóla á Íslandi og líka í Kaupmannahöfn sem hafa verið reknir vegna þessa. Lektorinn skrifaði bók sem var gagnrýni á þætti #MeToo og hún sagði að það hefði verið erfiðara að gefa hana út en Söngvar satans.
Það er ekki langt síðan fjölmiðlarnir og sérstaklega þeir íslensku nánast sturluðust þegar Amber Heard var dæmd fyrir að beita Johnny Depp líkamlegu ofbeldi, en búið var að flæma hann úr verkefnum með upplognum lygum og ofbeldi. Íslenskir fjölmiðlar fjölluðu um þetta mál nánast eins og það væri hvorki tæknilegur né fræðilegur möguleiki að konur beiti karla ofbeldi.
Það er mjög algengt í hatrömmum forsjárdeilum að mæður ásaki feður um ofbeldi bæði gagnvart sér og barninu sem deilan stendur um og þurfa þeir iðulega að sanna sakleysi sitt, en þótt það gerist þá komast þær upp með þetta lygaofbeldi átölulaust. Drífa sagði að margir þekktir ofbeldismenn hafa brugðist hart við gagnvart Stígamótum og finnst að sér vegið. Við hjá Samtökum um Karlaathvarf óskum eftir því að Drífa uppfræði okkur um þessa þekktu ofbeldismenn, því ekki viljum við hafa þá innan okkar samtaka, né að þeir séu að skrifa á Facebook síðu samtakana.



