Um karlaathvarfið

Það er tilgangur félagsins, Samtaka um karlaathvarf, að vekja athygli á því misrétti sem karlmenn búa við á Íslandi og fræða almenning um þá stöðu sem karlkyns þolendur eru í.Til þess halda samtökin úti síðu á Facebook Samtök um karlaathvarf og heimasíðunni Karlaathvarf.is. Allir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri á FB síðunni og svo er líka hægt að senda samtökunum skilaboð. Samfélagsmiðla síðan á Facebook, Samtök um karlaathvarf er öllum opin en við biðjum fólk að vera kurteist og málefnalegt í öllum sínum málflutningi. Stjórnendur áskilja sér rétt til að fjarlægja innlegg sem ekki fara eftir þessum leiðbeiningum.
Karlmenn sem verða fyrir ofbeldi geta hvergi leitað sér aðstoða þar sem talað er við karlmenn á forsendum karla. Karlkyns þolendur ofbeldis hafa enga aðstöðu til að leita í þar sem kynjunum er gróflega mismunað á Íslandi. Feður sem þurfa að flýja út af heimilum þar sem er kvenkyns gerandi geta hvergi fengið skjól með börn sín. Ástandið í þessum málaflokki er algjörlega óviðunandi.
Ísland er eina landið á Norðurlöndum sem ekki hefur karlaathvarf með starfsaðstöðu. Karlaathvarfið starfar eingöngu á netinu þar til stjórnvöld hætta þeim jafnréttisbrotum að mismuna þolendum ofbeldis á grundvelli kyns þeirra.