Greinar

Fimmtíu goðsagnir um heimilisofbeldi

(((RADAR Mediaradar.org

Allar tilvitnanir eru í frumskýrslunni (Fifty Domestic Violence Myths)

ÁBYRGAR UPPLÝSINGAR UM HEIMILISOFBELDI

Til að bæta árangur í baráttunni gegn ofbeldi verður umræðan að byggja á staðreyndum um eðli, umfang og orsökum heimilisofbeldis. Umræða um þetta hefur leitt í ljós að svo er ekki.

28. janúar 1993 var haldinn blaðamannafundur í Pasadena í Kaliforníu til að gefa út ógnvægilega aðvörun vegna Ofur Skálarinnar (Super Bowl), sem er stærsti viðburður ársins í Bandaríkjunum, um yfirvofandi hættu á ofbeldi gegn konum. Byggt á þessum blaðamannafundi kom grein í Oakland Tribune sem varaði við því að mennirnir gætu sprungið eins og brjálaðir línuverðir og skilið kærusturnar, eiginkonurnar og börnin eftir lúbarin. Það var gefin út þjóðaraðvörun til kvenna með þessum afdráttarlausum ráðum; Ekki vera heima með manninum meðan á leiknum stendur.

Þremur dögum síðar birti Washington Post forsíðufrétt um að það væru í reynd engar sannanir fyrir slíkum staðhæfingum. Fulltrúi Massachusett-samtakanna sem styðja kvenþolendur ofbeldis (Massachusetts Coalition of Battered Women’s Services) gagnrýndi síðan við blaðið Boston Glove hvernig fréttin um Ofurskálina hefði verið ýkt og lítið væri gert úr heimilisofbeldi.

Þetta var síðan þekkt sem Ofuskála-sjónhverfingin (Super Bowl hoax). Þetta er alls ekki einangrað atvik. Reyndar hefur hefur ofnotkun á orðin gróf misnotkun orðin svo útbreidd að vísindamenn hafa birt greinar til að hrekja þessar fullyrðingar.

Fjölmargir stjórnmálamenn, ríkisstofnanir, fjölmiðlar og hagsmunasamtök taka undir þessar rangfærslur. Virt og ábyrgð félagasamtök eins og Lögmannafélag Bandaríkjanna, Sálfræðifélag Bandaríkjanna og Læknafélag Bandaríkjana hafa verið þátttakendur í þessum rangfærslum

Þessi greinargerð fjallar um 50 fullyrðingar um heimilisofbeldi frá ýmsum samtökum og frumvörpum. Fyrst verður fjallað um grundvöll þeirra sem telja sig berjast gegn heimilisofbeldi og umsvif feðraveldisins sem þau telja að sé ástæða ofbeldis makans.

Veldur feðraveldið heimilisofbeldi?

Í baráttunni gegn heimilisofbeldi er því haldið fram að „heimilisofbeldi snúist um afl og völd“. Reyndar hefur þá bábylja verið undirliggandi allri umræðu um orsakir heimilisofbeldis og viðleitni til að stöðva hana.

Einu sinni sagði Lenore Walker „Ástæða ofbeldi gegn konum væri að viðhalda völdum sínum og stöðu“ Með sama hætti hafa tveir leiðandi sérfræðingar fullyrt að “karlar ólíkt konum virðast nota ofbeldi til að drottna og hafa stjórn“. Aflið og drifkrafturinn sem kemur fram í útfærslunni sem einstaklingur notar til að stjórna öðrum er áróður sem notaður er af talsmönnum ofbeldisins.

En rannsóknir sýna allt annan veruleika:

  • Ein rannsókn sýndi að mexikanskir karlmenn sem mátu áhrif og sjálfstæði míkils, voru ólíklegri til að beita maka sína ofbeldi.
  • Einni umsögn lauk með þessum orðum: Þegar stjórnandi hegðun karla og kvenna voru bornar saman í blönduðu dæmum, þá var enginn munur að stjórnarháttum.
  • Safngreining (Meta-analyses) var enginn kynjamunur á viðhorfi til ofbeldis gegn maka
  • Í rannsókn sem náði til 32 landa stafesta tengsl á milli stjórnsemi og tilhneigingar til líkamlegs ofbeldis, en þau voru sterkari hjá konum en körlum.

Stjórnsemi á milli einstaklinga sýndi sig að hafa minni, meir eða engin áhrif á ofbeldistilhneigingu makans, háð fjölda og mati á stjórnseminni.

Sálfræðingurinn Donal Dutton sagði að notkun feðraveldisins sem raka ekki standast neina skoðun. Það er deginum ljósara að ekki er hægt að kenna feðraveldinu um ofbeldi sem konur stofna og alls ekki í meira ofbeldis í sambúð samkynhneigðra kvenna. Vegna ótrúlegs skorts á vísindalegum sönnunum, má rekja margar goðsögurnar í þessari skýrslu til mikils valdaójafnvægis á milli maka

Skoðun á slúðri um heimilisofbeldi

Hér fyrir neðan eru skoðaðar 50 fullyrðingar um heimilisofbeldi og þær flokkaðar í átta flokka, ásamt greiningu á hverri fullyrðingu. Flestar þessar staðhæfingar eru birtar víða í umræðu um heimilisofbeldi

     A. Tíðni og eðli heimilisofbeldis
 
NrÁsökunSkoðun
1„Ofbeldi gegn konum….“Flestir umræðuþræðir byrja á þessari fullyrðingu og þannig er gefið í skyn að ofbeldi gegn körlum sé svo sjaldgæft að það taki því ekki að nefna það. Næstum 250 fræðigreinar sýna að konur eru að minnsta kosti jafn líklegar og karlar til að beita maka ofbeldi og makaofbeldi eru oft gagnkvæm
2Samkvæmt FBI er kona barin (fylltu í reitinn) á hverri sekúnduFBI heldur ekki upplýsingum um heimilisofbeldi.
3Ein af hverjum fjórum konum verður fyrir heimilisofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni.Um það bil jafnmargir karlar og konur verða fyrir heimilisofbeldi á lífsleiðinni. Fjöldi fórnarlamba sem greint er frá er breytilegur eftir því hvernig árásargirni er skilgreind.
4Konur eru fórnarlömb 85% allra tilfella heimilisofbeldis.Þessi tölfræði úr könnunum á fórnarlömbum glæpa vanmetur og skekkir raunverulega tíðni heimilisofbeldis, þar sem karlar sem verða fyrir ofbeldi eru ólíklegri til að líta á árásargirni maka síns sem „glæp“.

Allar tilvitnanir eru í frumskýrslunni (Fifty Domestic Violence Myths) og Mediaradar

 
Til baka í yfirlit